Gömul vísa, tugga, endurtekning, frasi, klisja, orðaleppur; Gott kast samanstendur af samfellu í kasti frá öftustu stöðu og fram í fremra stopp þar sem hröðun er jöfn og án kraftastæla. Svona hljómar pistill dagsins og ætti ekki að þarfnast nánari útskýringa við, og þó. Það gætu verið einhverjir fleiri þarna úti á veraldarvefnum sem eru…
Í mörg ár hef ég verið að hamast við að byggja upp tilfinningar gagnvart flugustöngunum mínum. Ég þarf ekkert að eiga stöng lengi til að fá á tilfinninguna hvort mér líki hún eða ekki, þannig að það er ekki það sem ég er að byggja upp. Nei, en ég þarf stundum langan tíma til að…
Það er farið að fjara undan því að yngra fólk þekki hugtök eins og að vera fastur á línunni, eiga langlínusamtal eða leggja tólið á. Allt eru þetta hugtök sem tengjast GSMS (gömlum síma með snúru) sem er nánast horfinn af sjónarsviðinu, nú eru allir þráðlausir og geta því ekki verið fastir á línunni eða…
Eins og fram hefur komið hér á síðunni, þá er Euro Nymphing samheiti yfir nokkrar aðferðir við stuttlínu veiði sem eiga það sammerkt að eiga ættir að rekja til Póllands, ég kem að því síðar. Flestar þessar aðferðir eiga það sameiginlegt að þurfa afskaplega lítið á flugulínunni að halda, en það er betra að hafa…
Ég hef fengið að heyra að ég sé nokkuð bráður, það er bara kjaftæði, ég er bara snöggur að taka ákvarðanir, við flest annað en flugukastið. Ég á vanda til að gefa línunni allt of langan tíma í bakkastinu og þá fellur hún auðvitað, slær tauminum niður og skyndilega er engin fluga eða ekkert afl…
Alfræðiorðalisti Alfræðiorðalisti yfir 450 orða og orðasambanda sem tengjast stangveiði, fluguhnýtingum, lífríkinu og fiskinum, með íslenskum þýðingum og skýringum.Listanum er raðað upp í stafrófsröð erlendra heita en stökkva má til í listanum með því að smella á bókstafina hér að ofan eða styðja á Crtl+F og leita eftir orði eða orðasamböndum.Með því að smella á…