Í boltanum er víst talað um að lið sé í villuvandræðum þegar einhver leikmaður hefur fengið of margar villur á sig og það liggur í loftinu að hann verði rekinn af velli við þá næstu. Meira veit ég ekkert um þessi vandræði, ég greip bara þessa fyrirsögn eftir að ég var búinn að skrifa þessa…
Hart í bak er ekki aðeins heiti á leikriti Jökuls Jakobssonar, það er líka snaggaraleg stefnubreyting til vinstri. Ef stefnubreytingin væri til hægri, þá væri það hart í stjór þar sem stjór væri stjórnborði. Eins og oft áður er inngangur þessa pistils aðeins eitthvað úr skúmaskotum hugar höfundar og þarf ekkert endilega að eiga við…
Enn og aftur dettur mér Harry Potter í hug, síðast var það þegar ég var spurðum um val á flugustöng, en núna kviknaði þessi tenging hjá mér þegar mér varð fótaskortur á internetinu og lenti á myndbandi þar sem hönnuður hjá þekktu fyrirtæki kynnti byltingarkennda nýja flugustöng. Svona meðal annarra orða, þá er eins og…
Mér hefur stundum fundist eins og flugulínur hafi sjálfstæðan vilja. Það er jú gott að leyfa stöng og línu að njóta sín, vinna saman og vera ekkert að ofgera þessu viðkvæma ástarsambandi handar og tvíeykisins, en stundum er hegðun línunnar eitthvað sem mér finnst vera óásættanlegt. Eitt af því sem ég leyfi mér að láta…
Það kemur að vísu ekki oft fyrir að fiskurinn tekur svo á rás meðfram bakkanum að ég verð að færa mig hratt eða töluvert úr stað til að elta hann, en það hefur þó komið fyrir. Trúlega er þetta algengara vandamál þar sem er straumur, enda hef ég séð nokkra veiðimenn taka á ótrúlega spretti…
Teal and Black Eins og næstum allar Teal flugur er Teal and Black ensk að uppruna og sver sig greinilega í ættina. Hefur getið sér orð fyrir að vera alhliða fluga í urriða, bleikju og lax. Höfundur: ókunnurÖngull: Hefðbundnir 8-18Þráður: Svartur 6/0Stél: Bekkfjaðrir úr gullfasanaVöf: Ávalt silfurBúkur: Svört ull eða selshárSkegg: Svört hanafjöðurVængur: Fanir af urtönd eða síðufjaðrir gráandarHaus: Svartur Bleikja Sjóbleikja Urriði Sjóbirtingur…