Ég hef í gegnum tíðina séð ýmsar aðferðir veiðimanna við að tengja línu við undirlínu. Sumir hverjir nota einhverja samsuðu af hnútum, ég notaði alltaf Albright hnútinn og var alveg sáttur, þangað til eitthvað fór úrskeiðis sem ég raunar skrifað á minn reikning. Þannig er að ef Albright er ekki rétt gerður og vandað til…
Hér áður fyrr voru háfar stórir, mjög stórir og festir á langt skaft þannig að það væri auðvelt að ná stórum, stórum löxum í þá, helst án þess að bleyta gúmmískóna. Hvenær það gerðist að silungsveiðimenn fóru að bera á sér háf til að ná fiski, veit ég bara ekki, sumir segja að það séu…
Stundum kemur það fyrir að flugulínurnar mínar og ég erum ekki alveg sammála. Þær liggja bara þarna fyrir fótum mér en þegar ég ‚þarf‘ að lyfta tánum örlítið í kastinu, þá þurfa þær endilega að smeygja sér undir vöðluskóinn og húkka sig þannig fastar að ekkert verður úr kastinu. Sumar línur eru líka í eðli…
Það er nú ekki frá miklu að segja eftir fyrstu ferð okkar í veiði á þessu ári. Við brugðum okkur úr dal yfir á nes og kíktum í Hraunsfjörðinn og nýttum þann hluta hans sem ekki var undir ís. Veðrið lék raunar við okkur og fjörðurinn skartaði sínu fegursta í votti af vori. Ég notaði…
Tökum okkur nokkrar sekúndur í að virða fyrir okkur góðan kastara. Það sem fyrir augu ber er veiðimaður sem hefur fullt vald á stönginni og línunni, kastar með tignarlegum hreyfingum og afraksturinn er lína sem rennur eftir ímynduðu kasthjólinu í fallegum boga, réttir þannig úr sér og leggst þráðbeint fram. Góður kastar hefur ánægju af…
Alfræðiorðalisti Alfræðiorðalisti yfir 450 orða og orðasambanda sem tengjast stangveiði, fluguhnýtingum, lífríkinu og fiskinum, með íslenskum þýðingum og skýringum.Listanum er raðað upp í stafrófsröð erlendra heita en stökkva má til í listanum með því að smella á bókstafina hér að ofan eða styðja á Crtl+F og leita eftir orði eða orðasamböndum.Með því að smella á…