Pólskur Pheasant Tail Hér er alveg bráðskemmtilegt afbrigði af Pheasant Tail flugunni víðkunnu sem Skotinn Davie McPhail setti á netið fyrir nokkrum árum (sjá klippu hér að neðan). Þessi fluga hefur heldur betur gert góða hluti og ég mæli eindregið með því að menn prófi þessa. Sjálfur legg ég mikla áherslu á að nota kúlu…
Pheasant Nei, ekki Pheasant Tail, bara Pheasant. Hér er hvorki skott né thorax á ferðinni. Frábær og einföld fluga sem gefur Pheasant Tail nánast ekkert eftir. Ef fiskurinn liggur djúp, lífríkið svolítið svifaseint þá er um að gera að prófa þessa einföldu flugu, koma henni niður og draga miðlungs- eða hægt. Hvort hún gangi almennt…
Montana Hér er á ferðinni fluga sem á ættir sínar að rekja til norðurhéraða Bandaríkjanna. Upphaflega hnýtt af Lew Oatman fyrir vatnsmiklar ár Montana en flugan hefur skipað sér fastan sess meðal vinsælustu vatnaveiðiflugna á Íslandi. Upphaflega átti þessi fluga að líkja eftir steinflugu og því ekki gott að segja til um hverju hún líkist…
Marfló Í stað þess að birta hér uppskrift að ákveðinni flugu með ákveðnu nafni, þá ætla ég að brjóta normið og setja fram það sem ég kýs að kalla eina af ótal aðferðum til að hnýta marfló. Aðferðir, hráefni og útfærslur marflóa eru nær óendanlegar og til að vera fullkomlega hreinskilinn, þá eru sumar marflær…
Hérinn Í þeirri góðu bók, Silungaflugur í íslenskri náttúru eftir þá félaga Stjána Ben. og Lárus Karl er sagt að höfundur Héranns sé ókunnur. Mér dettur nú helst í hug að svo mörgum veiðimanninum hefur dottið í hug að slíta skottið af Héraneyranu að ekki sé hægt að eigna einhverjum einum hugmyndina. Sjálfur hef ég…
Héraeyra Það getur verið nokkuð snúið að setja saman uppskrift að Héraeyranu því það eru til svo ótalmörg afbrigði þessarar klassísku silungaflugu. Einhver laumaði því að mér að höfundur upprunalegu útgáfunnar væri mögulega breskur, David Hemming að nafni og hefði átt heima í Redditch á Englandi kringum 1832. Þetta væri það sem næst yrði komist…