Duck Fly Eftir því sem ég best veit þá er duck fly ekki til sem eitthvert ákveðið skordýr, en í daglegu tali hafa t.d. Írar notað þetta heiti yfir bitmý sem klekst snemmsumars. Það fór ekkert á milli mála við þetta fyrsta klak vorsins að endur fóru og fara enn, hamförum í átveislunni og þannig…
Zug Bug Höfundur Zug Bug, Cliff Zug ætlaði þessari flugu að vera eftirlíking vorflugu gyðlunnar og hefur greinilega tekist það all bærilega. Þessi fluga hefur oftast lent í einhverju af top 10 sætum yfir bestu silungaflugur allra tíma. Öngull: Hefðbundin 8-16Þráður: Svartur 8/0Skott: PeacockVöf: KoparvírBúkur: PeacockVængir: Ljósbrún stokkandarfjöðurSkegg: Brún hænufjöður Bleikja Sjóbleikja Urriði Sjóbirtingur Stærðir 8-16 Stærðir 8-16
Vinstri græn Auðvitað má ég til með að koma flugunni minni hérna að. Já, manni getur auðvitað dottið Alexandra í hug, en þessi er samt mín og hefur tekið nokkrum breytingum á þeim árum sem liðið hafa frá því ég fiktaði mig fyrst áfram með þessa litasamsetningu. Hefur gefið mér marga glaða stund í urriðanum…
Soldier Palmer Í öllum þeim bókum og greinum sem ég hef viðað að mér, þá finn ég ekki einn einasta staf um það hver sé höfundur þessarar flugu. Flugan er gömul, mjög gömul því hennar er getið, með einum eða öðrum hætti í bók Izaak Walton, The Complet Angler frá árinu 1653, þá undir nafninu Red Palmer.…
Royal Wulff Auðvitað vekja svona flugur athygli, þær eru jú kallaðar á erlenda tungu ‘Attractors’ sem ég hef laumast til að kalla glepjur. En þessi fluga vekur reglulega athygli fyrir annað og meira; Hversu stutt getur verið á milli frumgerðar og þess að menn gefi meintri eftirlíkingu nýtt heiti? Það er ekkert laununga mál að…
Royal Coachman Forfaðir allra glepjuflugna (attractor fly) sem komið hafa fram. Bandaríkjamaðurinn John Haily kynnti hana fyrst til sögunnar árið 1878 sem þurrflugu upp úr Coachman flugu Englendingsins Tom Bosworth frá um 1820. Þessi fluga, eins ólíkindaleg og hún lítur nú út, hefur verið ótrúlega vinsæl allar götur síðan. Það var svo löngu, löngu síðar…