Connemara Black Kennd við ánna Connemara á Írlandi og hefur skapað sér orð sem ein veiðnasta fluga Íslands í vatnableikju. Höfundur: einhver ÍriÖngull: Hefðbundin 8-16Þráður: Svartur 6/0Stél: Hausfjöður af gullfasanaVöf: Ávalt silfurBúkur: Svört ull, upprunalega notað selshárSkegg: Blálituð fjöður (hani, hæna)Vængur: Bronslituð síðufjöður stokkandarHaus: Svartur Bleikja Sjóbleikja Urriði Sjóbirtingur Votfluga 10,12 & 14
Febrúarflugum var ýtt úr vör á miðnætti og þegar þetta er skrifað (kl.18:20) hafa 55 flugur og innlegg þegar dottið inn á hópinn. Að vanda þá á FOS.IS mikið undir velvild styrktaraðila þannig að unnt sé að veita viðurkenningar til heppinna hnýtara í lok mánaðarins og að þessu sinni hafa gamalkunnir og nýir aðilar létt […]
Alfræðiorðalisti Alfræðiorðalisti yfir 450 orða og orðasambanda sem tengjast stangveiði, fluguhnýtingum, lífríkinu og fiskinum, með íslenskum þýðingum og skýringum.Listanum er raðað upp í stafrófsröð erlendra heita en stökkva má til í listanum með því að smella á bókstafina hér að ofan eða styðja á Crtl+F og leita eftir orði eða orðasamböndum.Með því að smella á […]
Þá er komið að síðustu greininni sem unnin verður upp úr skoðanakönnun okkar um Veiðivötn 2020. Veður og veðurfar er veiðimönnum sérstaklega hugleikið og því þótti við hæfi að fá mat veiðimanna á veðrinu í Vötnunum s.l. sumar. Eins og aðrir svaröguleikar sem gefnir voru upp, þá voru þeir sem tengdust veðrinu sniðnir að huglægu […]
Á unglingsárum mínum var ekki óalgengt að mamma opnaði hurðina inn í herbergið mitt, fitjaði upp á nefnið og spurði; „Hvað dó eiginlega hérna inni?“ Ég ætla nú ekkert að fjölyrða um það hver svörin voru við þessum athugasemdum, en á endanum kom að því að maður safnaði saman ýmsu sem hafði falið sig undir […]
Rétt eins og fleiri veiðimenn er ég farinn að leiða hugann að hnýtingum í vetur. Þessa dagana kemur það reyndar sífellt oftar fyrir að ég setjist niður við hnýtingarþvinguna og setji í eins og eina eða tvær flugur, ekkert endilega til að eiga, oftar til þess að prófa einhverja aðferð eða þá heila flugu sem […]