Sweep FOS.IS hefur gert þetta áður og gerir nú aftur, sumar laxaflugur eru einfaldlega til þess fallnar að hnýta fyrir urriða og sumar meira að segja fyrir bleikju. Þetta er gömul og góð laxafluga, ættuð frá Bretlandseyjum, það eitt er víst, en trúlega frá Skotlandi. Ekki ber alveg öllum heimildum saman um það hvort hún…
Friskó Ein af þeim klassísku hér á heimavellinum. Haft er eftir Jóni Helga að hann hafi upphaflega hnýtt Friskó bæði brúna og græna eins og sjá má hér á síðunni, enda eru flugurnar hér hnýttar af honum sjálfum. Sú græna virkar vel þar sem græn slikja er í vatninu, annars staðar sú brúna. Hugmyndinni að…
Flæðarmús Á miðju sumri 1986 fæddist þessi landsfræga fluga á borði Sigurðar Pálssonar. Fyrst rauð, síðar svört og bleik úr höndum annarra sem tóku við og breyttu, komu með aðrar útfærslur. Hvernig sem þessi fluga er útfærð, þá tekur hún allan fisk. Höfundur: Sigurður PálssonÖngull: Legglangur 6-10Þráður: Svartur 6/0Skott: Blá hár úr íkornaskottiLoðkragi: Svört fön úr strútsfjöðurBúkur: Aftari helmingurinn úr…
Alder Ein þeirra flugna sem horfið hafa aðeins úr boxi veiðimanna hin síðari ár, að ósekju. Alder er ensk fluga að uppruna og reyndist íslenskum veiðimönnum vel um árabil. Vona að ég sé að fara með rétt mál þegar ég segi að ofangreind mynd sýni það afbrigði Alder sem hefur reynst einstaklega vel í Þingvallavatni.…
Alfræðiorðalisti yfir 450 orða og orðasambanda sem tengjast stangveiði, fluguhnýtingum, lífríkinu og fiskinum, með íslenskum þýðingum og skýringum.
Söðulfjaðrir eru heldur lengri heldur en hnakka- eða hálsfjaðrir en svipar að öðru leiti nokkuð til þeirra. Samhverfar og oddmjóar og henta því vel í hringvöf, hvort heldur í þurr- eða votflugur. Dýrustu fjaðrirnar eru af séröldum fuglum og mjög eftirsóttar í þurrflugur. Hver fjöður dugir í fjölda flugna vegna þess hve geislar þeirra liggja…