Ein fluga, ein tegund flugna, allar flugur með mjúkum fönum, eða hvað? Allt góðar og gegnar spurningar sem ég veit fyrir víst að í það minnsta einn annar hefur velt fyrir sér, kannski fleiri. Byrjum á byrjuninni og minnumst á Lilju soft hackle flugnanna sem allir vildu kveðið hafa, fyrstir. Trúlega er Partridge and Orange…
Alfræðiorðalisti yfir 450 orða og orðasambanda sem tengjast stangveiði, fluguhnýtingum, lífríkinu og fiskinum, með íslenskum þýðingum og skýringum.
Í gegnum tíðina hef ég alltaf átt Watson’s Fancy púpu með silfurvafi og silfurkúlu í boxinu. Einstaka sinnum hefur síðan gyðla í stíl slæðst í boxið og svo berrassaður grubber sem hefur fengið að halda viðurnefninu Watson’s þó hann ætti e.t.v. frekar að vera kenndur við orm, blóðorm. Hvað um það, í minningunni er Watson’s…
Egg flugunnar þroskast á tveimur til þremur vikum og eftir það lifir flugan í vatninu sem gyðla í eitt ár eða þar til vatnshiti hefur náð í það minnsta 6°C oft ekki fyrr en við 9°C. Þá skríður gyðlan á land og hálf-þroskast (unglingur) á um 24 klst. Þrátt fyrir að þessi einstaklingur hafi vængi,…
Egg flugunnar þroskast á tveimur til þremur mánuðum og eftir það lifir flugan í vatninu sem gyðla allt þar til hún skríður á land og þroskast skömmu síðar í fullvaxta flugu. Fullvaxta fluga er ófleyg og heldur sig mest á vatnsbökkum eða þar til hún skríður aftur út á vatnið og verpir í mars og…