Craven’s Haymaker Hverjum hefði dottið í hug að þessi fluga héti eitthvað sérstakt? En það er nú reyndar tilfellið að þessi Damsel / Nobbler / Woolly Bugger með gúmmílöppum heitir Haymaker og það sem meira er, hún er af Craven fjölskyldunni. Í nokkur ár var höfundur flugunnar, Charlie Craven að bögglast með hana í nokkrum…
Bitch Creek Nymph Engin smá fluga á ferðinni hérna. Þó þessi fluga hafi upphaflega verið hönnuð sem eftirlíking steinflugulirfu hefur hún sannað sig allan ársins hring bæði í silung og lax. Fyrir laxinn er hún að vísu hnýtt stór #2 og #4 en fyrir silunginn í stærðum 10 – 16. Sérstakar hreyfingar flugunnar vegna gúmmílappanna…
Alfræðiorðalisti Alfræðiorðalisti yfir 450 orða og orðasambanda sem tengjast stangveiði, fluguhnýtingum, lífríkinu og fiskinum, með íslenskum þýðingum og skýringum.Listanum er raðað upp í stafrófsröð erlendra heita en stökkva má til í listanum með því að smella á bókstafina hér að ofan eða styðja á Crtl+F og leita eftir orði eða orðasamböndum.Með því að smella á…
Það hefur færst í aukana að hnýtarar setji gúmmílappir á allar mögulegar flugur til að gera þær líflegri og þar með meira áberandi í vatninu. Ég hef séð marabou flugur eins og Nobbler og Damsel með gúmmílöppum, nokkrar þekktar púpur eins og Prince Nymph og Copper John og meira að segja klassískar straumflugur eins og…
Já, nú er haustið að hellast yfir okkur og við getum lítið annað gert í því heldur en njóta þess eins og mögulegt er. Sumir lengja tímabilið langt fram í október og kíkja í sjóbirting á meðan aðrir streða enn við vötnin og nýta þessa góðu daga inni á milli. Svo eru líka þeir sem…
Það eru ekki aðeins púpur sem verða líflegri með gúmmílöppum, straumflugur eins og t.d. Nobbler, Damsel og Wooly Bugger öðlast nýtt líf í vatninu þegar skotið hefur verið undir þær löppum. Þegar ég prófaði mig áfram með gúmmílappirnar skaut fyrst upp í huga mér; Bölvað vesen er þetta, Hvort á ég að setja lappirnar á…