Alexandra Það hefur lengi staðið til að setja þessa flugu á síðuna, en það hefur strandað á því að finna upprunalegu uppskriftina og því hefur þetta dregist úr hófi. Margt og mikið hefur verið skrifað um þessa flugu í gegnum tíðina, sumt orðum aukið, annað beinlínis rangt með farið og ýmislegt hefur orðið tilefni orðahnippinga…
Professor Klassískur fræðimaður frá Skotlandi, ein af elstu núlifandi flugum og þá á ég við að hylli hennar er enn gríðarleg meðal silungsveiðimanna og þá helst eins og hún var hnýtt upphaflega, með hringvafi úr langri fjöður sem nær ríflega öngullegginn. Einhvers misskilnings gætti um tíma um uppruna hennar, jafnvel talinn Amerísk, en höfundur hennar…
Prince Nymph Ein besta alhliða silungafluga allra tíma þó hún hafi upphaflega verið hönnuð sem eftirlíking gyðlu steinflugunnar. Sú uppskrift sem ég styðst við hérna er að finna í ‘The Fly-tying bible’ eftir Peter Gathercole með þeirri breytingu þó að ég kýs að setja kúluhaus á kvikindið eins og sýnd er á myndinni. Kúluna yfirspekka…
Mýsla Mýsla Gylfa Kristjánssonar hefur fyrir löngu unnið sér fastan sess hjá veiðimönnum. Hún er sögð fyrsta kúpuflugan sem er hönnuð á Íslandi og sé það rétt þá er hún væntanlega kominn nokkuð til ára sinna. Í fyrstu var hún aðeins fáanleg á einkrækju fyrir silunginn en hefur síðan stækkað og er nú fáanleg á…
Hlíðarvatnspúpan Það er víst löngu tímabært að setja þessa flugu hér inn á síðuna; Hlíðarvatnspúpan hans Þórs Nielsen. Eins og nafn hennar gefur til kynna, þá á hún ættir að rekja til Hlíðarvatns í Selvogi og þótti á árum áður sérstaklega fengsæl. Eitthvað hefur dregið úr skráningu á þessa flugu hin síðari ár, ef til…
Heimasætan Mögnuð fluga í sjóbleikju – Ein flottasta straumflugan í sjóbleikju og sjóbirting eru ummæli sem höfð eru um þessa flugu sem Óskar Björgvinsson hnýtti við Hofsá. Sjálfur hef ég tekið þessa og prófað sem púpu á grubber fyrir bleikju í vötnum með ágætum árangri, helst síðsumars. Höfundur: Óskar BjörgvinssonÖngull: Legglangur 6-12Þráður: Hvítur 6/0Skott: Fanir úr rauðgulri gæsafjöðurVöf: Ávalt…