Einhverra hluta vegna, þá finnst mér eins og það skipti miklu meira máli að læðast að fiski þegar hann er í rennandi vatni heldur en þegar hann er í stöðuvatni. Jú, ég geri mér alveg grein fyrir því að vera ekkert að vaða eins kúreki á sporastígvélum út í vatnið og stilla litagleðinni í hóf,…
Elk Hair Caddis Enn ein flugan sem líkir eftir vorflugunni okkar, en í þetta skiptið þurrfluga. Al Troth, höfundur hennar ætlaði henni að vera alhliða eftirlíking vorflugunnar og það má með sanni segja að hafi tekist því þetta er ein langsamlegast útbreiddasta þurrflugueftirlíking vorflugunnar. Hún situr hátt á vatninu og hefur reynst mönnum vel þar…
Það var smá glufa í dagskrá helgarinnar sem við veiðifélagarnir nýttum til að merkja við Langavatn á Mýrum. Þegar við skruppum upp á Langavatni á laugardag, skartaði vatnið sýni fegursta í gjólunni og það kveikti heldur betur í okkur. Illu heilli var ekki alveg nákvæmlega það sama upp á teningnum á sunnudaginn þegar við mættum…
Alfræðiorðalisti Alfræðiorðalisti yfir 450 orða og orðasambanda sem tengjast stangveiði, fluguhnýtingum, lífríkinu og fiskinum, með íslenskum þýðingum og skýringum.Listanum er raðað upp í stafrófsröð erlendra heita en stökkva má til í listanum með því að smella á bókstafina hér að ofan eða styðja á Crtl+F og leita eftir orði eða orðasamböndum.Með því að smella á…
Góður vinur minn stefnir oft með brjóstið fullt af vonum í veiðiferðir og einmitt þannig leið mér s.l. laugardagsmorgunn þegar við veiðifélagarnir lögðum heiðar að baki og stefndum norður í Húnaþing á vit fyrsta í sumarauka. Það var ekki fiskur sem ég batt helst vonir við, miklu heldur einn svona dag þar sem sumarið og…
Landmannaleið (F225) frá Landvegi (26) inn að Landmannalaugum opnaði kl.17:00 á föstudaginn. Það er ekki laust við að maður hafi verið að fylgjast töluvert grannt með því hvenær vegurinn opnaði og það verður að segjast að þetta er aðeins með seinni skipunum þetta árið, en á móti kemur að vel hefur tekist til, vegurinn góður…