Enn og aftur dettur mér Harry Potter í hug, síðast var það þegar ég var spurðum um val á flugustöng, en núna kviknaði þessi tenging hjá mér þegar mér varð fótaskortur á internetinu og lenti á myndbandi þar sem hönnuður hjá þekktu fyrirtæki kynnti byltingarkennda nýja flugustöng. Svona meðal annarra orða, þá er eins og…
Í mörg ár hef ég verið að hamast við að byggja upp tilfinningar gagnvart flugustöngunum mínum. Ég þarf ekkert að eiga stöng lengi til að fá á tilfinninguna hvort mér líki hún eða ekki, þannig að það er ekki það sem ég er að byggja upp. Nei, en ég þarf stundum langan tíma til að…
Ég er yfirleitt alltaf á oddatölu, þ.e. þegar ég er með flugustöng. Að vísu á ég stangir sem eru á sléttri tölu, en einhverra hluta vegna þá hefur mér alltaf þótt oddatölur eiga betur við þá veiði sem ég stunda. Hvort ég sé alltaf að nota þessa oddatölu alveg til fullnustu er svo allt annað…
Hugrenningartengsl er merkilegt fyrirbæri, eitt leiðir að öðru og áður en varir er maður kominn órafjarri því sem kveikti hugrenningar. Ég hlustaði nýlega á umfjöllun um sölu veiðileyfa á Íslandi í sumar sem leið. Gott sumar, erlendir veiðimenn og traustir íslenskir aðilar var svolítið viðkvæðið hjá þeim sem ræddi við fréttamanninn, ekki eitt orð um…
Nei, mér dettur ekki í hug að blanda mér í umræðu um upptöku evrunnar, einhliða, tvíhliða eða á nokkurn annan máta. Ég hef ekki hundsvita á þessum málum, ekkert frekar en meirihluti þjóðarinnar og held mig því alveg til hlés. Því er ekkert mjög ólíkt farið um efnið sem mig langar þó aðeins að fjalla…
Ég á svolítið erfitt með að skrifa um Amerískt Tenkara og það hvarflar að mér að þetta sé álíka gáfulegt eins og að ég mundi taka mig til og skrifa um Amerískan fótbolta. Amerískur fótbolti er náttúrulega ekki fótbolti heldur sambland af ruðningi og fótbolta, segi ég sem Evrópubúi. Það sama má segja um Amerískt…