Enn held ég áfram að kíkja yfir vandamála punkta síðustu ára, það virðist vera af nógu að taka, eða þá ég hafi gleymt að merkja við að ég hafi þegar skrifað eitthvað upp úr þessu pári mínu. Ef einhvern rámar í eldri grein um rassskelli, þá er eins líklegt að ég hafi gleymt að merkja…
Eitt af undrum fluguveiðinnar, sem margir að vísu gleyma, er að flugulínan ferðast sömu slóð og toppur stangarinnar. Þetta getur vissulega orðið til vandræða, eins og til dæmis þegar maður ‘óvart’ sveigir stangartoppinn í síðasta framkastinu, línan skýst fram en tekur allt í einu upp á því að beygja af leið og lenda á allt…
Mér hefur stundum fundist eins og flugulínur hafi sjálfstæðan vilja. Það er jú gott að leyfa stöng og línu að njóta sín, vinna saman og vera ekkert að ofgera þessu viðkvæma ástarsambandi handar og tvíeykisins, en stundum er hegðun línunnar eitthvað sem mér finnst vera óásættanlegt. Eitt af því sem ég leyfi mér að láta…
Mismunandi útgáfur og gerðir flugulína hefur oft borið á góma á FOS.IS þannig að lesendum verður gefið frí frá þeim hluta þroskaferils hennar að þessu sinni. Þess í stað langar mig að endurvinna og stytta texta sem ég setti saman fyrir annan vettvang og birta hér. Viðfangsefnið er forsaga nútíma flugulínunnar, úr hverju spratt hún…
Ég hef í gegnum tíðina séð ýmsar aðferðir veiðimanna við að tengja línu við undirlínu. Sumir hverjir nota einhverja samsuðu af hnútum, ég notaði alltaf Albright hnútinn og var alveg sáttur, þangað til eitthvað fór úrskeiðis sem ég raunar skrifað á minn reikning. Þannig er að ef Albright er ekki rétt gerður og vandað til…
Hugrenningartengsl er merkilegt fyrirbæri, eitt leiðir að öðru og áður en varir er maður kominn órafjarri því sem kveikti hugrenningar. Ég hlustaði nýlega á umfjöllun um sölu veiðileyfa á Íslandi í sumar sem leið. Gott sumar, erlendir veiðimenn og traustir íslenskir aðilar var svolítið viðkvæðið hjá þeim sem ræddi við fréttamanninn, ekki eitt orð um…