Hrognið Þegar eitthvað nýtt rekur á fjörur manns er sjálfsagt að deila því. Ekki dettur mér í hug að taka mér einhvern heiður af þessari flugu, fann bara enga uppskrift af henni eins og ég prófaði, og læt því slag standa og birti þessa. Uppskriftin er tiltölulega einföld, eina sem þarf er töluverð þolinmæði og…
Alfræðiorðalisti Alfræðiorðalisti yfir 450 orða og orðasambanda sem tengjast stangveiði, fluguhnýtingum, lífríkinu og fiskinum, með íslenskum þýðingum og skýringum.Listanum er raðað upp í stafrófsröð erlendra heita en stökkva má til í listanum með því að smella á bókstafina hér að ofan eða styðja á Crtl+F og leita eftir orði eða orðasamböndum.Með því að smella á…
Fyrir ekki mörgum árum síðan byrjaði ég aðeins að fikta með epoxíð í flugur. Þetta er sniðugt efni og hægt að hleypa nýju lífi í hefðbundnar púpur með því. Ein helsta ástæða þess að ég hætti að nota epoxíð var einfaldlega orðlögð óþolinmæði mín, ég hreint og beint nennti ekki að bíða eftir að límið…
Sjaldnast kemur manni í hug ‘hnýtingarefni’ þegar gler kemur til umræðu. En glerperlur, einkum þessar glæru sem notaðar eru í ýmiskonar föndur, eru alveg fyrirtaks hnýtingarefni þegar kemur að því að líkja eftir loftbólum sem skordýrin líma undir kviðinn á sér eða utan um hausinn þegar þau leita upp að yfirborðinu. Rauðar perlur eru síðan…
Lyktarskyn okkar er mismunandi, alveg óháð því hvort okkur þykir einhver ákveðin lykt góð eða slæm. Ég sjálfur t.d. forðast þrjár deildir í stórmörkuðum; snyrtivörurnar, þvottaefnin og ilmkertin, sný snarlega við og kíki í kjötborðið eða nammilandið. Að þessu leiti er ég ekkert ólíkur silunginum. Þegar við förum til veiða, hvort heldur í á eða…