Nei, mér dettur ekki í hug að blanda mér í umræðu um upptöku evrunnar, einhliða, tvíhliða eða á nokkurn annan máta. Ég hef ekki hundsvita á þessum málum, ekkert frekar en meirihluti þjóðarinnar og held mig því alveg til hlés. Því er ekkert mjög ólíkt farið um efnið sem mig langar þó aðeins að fjalla…
Alfræðiorðalisti yfir 450 orða og orðasambanda sem tengjast stangveiði, fluguhnýtingum, lífríkinu og fiskinum, með íslenskum þýðingum og skýringum.
Íhaldssemi mín og það sem mér finnst þægilegt verður oftar en ekki til þess að ég festist í einhverjum ramma sem ég fer helst ekki útfyrir. Mér þykir t.d. þægilegast að veiða með flottaum úr einþátta girni og hafa hann frammjókkandi. Þessi sérviska mín kostar sitt og á hverju sumri kemur að því fyrr eða…
Vegna þráhyggju minnar í silungsveiði hef ég alltaf geta komist upp með að hugsa meira um þvermál taums heldur en slitstyrk hans. Ég viðurkenni það fúslega að ég á stundum í nokkrum erfiðleikum með að gera mér grein fyrir því hvaða taumur það er sem menn kalla 8lb taum. Er það 1x eða 2x? Slitstyrkur…
Það er alveg sama hve góðir við erum í að hnýta fluguna á tauminn, hnútarnir geta alltaf gefið sig. Við það að hnýta einþátta taumaenda við fluguna teygjum við alltaf á efninu að meira eða minna leiti og það leitast við að jafna sig, smokrar sér jafnvel smátt og smátt út úr hnútinum, reynir að…
Einþátta krullaðir taumar eru óspennandi. Einfalt ráð til að rétta úr þeim er að taka venjulegt PVC strokuleður, skera grannt V í endan á því og renna tauminum hægt en ákveðið í gegnum það. Hitinn sem myndast við að taumurinn rennur í gegnum strokuleðrið réttir úr honum + þú þrífur af honum öll óhreinindi og…