Hart í bak er ekki aðeins heiti á leikriti Jökuls Jakobssonar, það er líka snaggaraleg stefnubreyting til vinstri. Ef stefnubreytingin væri til hægri, þá væri það hart í stjór þar sem stjór væri stjórnborði. Eins og oft áður er inngangur þessa pistils aðeins eitthvað úr skúmaskotum hugar höfundar og þarf ekkert endilega að eiga við…
Duck Fly Eftir því sem ég best veit þá er duck fly ekki til sem eitthvert ákveðið skordýr, en í daglegu tali hafa t.d. Írar notað þetta heiti yfir bitmý sem klekst snemmsumars. Það fór ekkert á milli mála við þetta fyrsta klak vorsins að endur fóru og fara enn, hamförum í átveislunni og þannig…
Ég gleymdi alveg um daginn þegar ég stakk nokkrum orðum niður á síðuna um litlar straumflugur sem í mínu tilfelli eru klassískar votflugur, að það er einn frábær kostur við að veiða svona minni flugur. Í eðli sínu eru þessar flugur náttúrulega miklu léttari í kasti og í vatni heldur en stórvaxnar straumflugur og það…
Zug Bug Höfundur Zug Bug, Cliff Zug ætlaði þessari flugu að vera eftirlíking vorflugu gyðlunnar og hefur greinilega tekist það all bærilega. Þessi fluga hefur oftast lent í einhverju af top 10 sætum yfir bestu silungaflugur allra tíma. Öngull: Hefðbundin 8-16Þráður: Svartur 8/0Skott: PeacockVöf: KoparvírBúkur: PeacockVængir: Ljósbrún stokkandarfjöðurSkegg: Brún hænufjöður Bleikja Sjóbleikja Urriði Sjóbirtingur Stærðir 8-16 Stærðir 8-16
Royal Wulff Auðvitað vekja svona flugur athygli, þær eru jú kallaðar á erlenda tungu ‘Attractors’ sem ég hef laumast til að kalla glepjur. En þessi fluga vekur reglulega athygli fyrir annað og meira; Hversu stutt getur verið á milli frumgerðar og þess að menn gefi meintri eftirlíkingu nýtt heiti? Það er ekkert laununga mál að…
Prince Nymph Ein besta alhliða silungafluga allra tíma þó hún hafi upphaflega verið hönnuð sem eftirlíking gyðlu steinflugunnar. Sú uppskrift sem ég styðst við hérna er að finna í ‘The Fly-tying bible’ eftir Peter Gathercole með þeirri breytingu þó að ég kýs að setja kúluhaus á kvikindið eins og sýnd er á myndinni. Kúluna yfirspekka…