Nei, nú er ég ekki að skrifa um þurrflugur með hárkollu eða toppflugur almennt, bara þurrflugur með þyrlutopp úr gerviefni eða CDC, t.d. Klinkhammer. Hér um árið, finnst það hafa verið fyrir löngu síðan en það var trúlega bara fyrir einu til tveimur árum, fann ég það út eða var bent að á nota hvítan…
The jassid Upprunalega hafði Vincent C. Mariano, höfundur þessarar flugu í huga að líkja eftir tifu (lat: Cicadellidae) þegar hann hannaði hana. Tifur finnast á Íslandi, m.a. Álmtifa en óvíst er hvort þær skipi stóran sess í fæðu íslenskra vatnafiska. Það í sjálfu sér skiptir litlu máli, því þegar upp var staðið og Vince fór…
Hugrenningartengsl er merkilegt fyrirbæri, eitt leiðir að öðru og áður en varir er maður kominn órafjarri því sem kveikti hugrenningar. Ég hlustaði nýlega á umfjöllun um sölu veiðileyfa á Íslandi í sumar sem leið. Gott sumar, erlendir veiðimenn og traustir íslenskir aðilar var svolítið viðkvæðið hjá þeim sem ræddi við fréttamanninn, ekki eitt orð um…
Watson’s Fancy Afburðar fluga í bleikju og sjóbleikju, skosk að uppruna og mikið eftirlæti Donald Watson sem hnýtti hana fyrstur manna. Hnýtt sem straumfluga, púpa og jafnvel þurrfluga nú á tímum. Þær eru ekki margar flugurnar sem hafa eignast svona mörg afkvæmi af breytilegum gerðum eins og Watson’s Fancy og menn nú á tímum veigra sér…
Royal Coachman Forfaðir allra glepjuflugna (attractor fly) sem komið hafa fram. Bandaríkjamaðurinn John Haily kynnti hana fyrst til sögunnar árið 1878 sem þurrflugu upp úr Coachman flugu Englendingsins Tom Bosworth frá um 1820. Þessi fluga, eins ólíkindaleg og hún lítur nú út, hefur verið ótrúlega vinsæl allar götur síðan. Það var svo löngu, löngu síðar…
Rackelhanen Rackelhahn er blendingur af fasanategund (Þiði) og hænsfugls (Orra) sem er af sömu ætt og rjúpan. Ég þori hreint ekki að kveða upp úr um það hvort þessi blendingur sé í raun til eða hvort hann er einhver þjóðsaga eins og íslenska skoffínið sem á að vera afkvæmi kattar og refs. Hvað sem því…