Yfirleitt er allt við fluguveiði eðlilegt, hvað leiðir af öðru og flest af þessu öllu fylgir náttúrulögmálum. Það eru þó til undantekningar frá þessari reglu og það eru sverleiki tauma og króka. Undir öllum eðlilegum kringumstæðum þá er lægri tala minni heldur en hærri, er það ekki náttúrulega virknin í þessum arabísku tölum sem við…
Hlutföll í flugum Með tíð og tíma hafa orðið til ákveðnar reglur fyrir hlutföllum í helstu tegundum flugna. Þessi hlutföll, myndir og skýringa ætti að skoða sem viðmið, ekki reglur sem meitlaðar eru í stein. Púpur Skott púpu er alla jafna jafn langt búkinum í heild sinni sem jafngildir lengd öngulleggs að frádregnum haus flugunnar.…
Alfræðiorðalisti Alfræðiorðalisti yfir 450 orða og orðasambanda sem tengjast stangveiði, fluguhnýtingum, lífríkinu og fiskinum, með íslenskum þýðingum og skýringum.Listanum er raðað upp í stafrófsröð erlendra heita en stökkva má til í listanum með því að smella á bókstafina hér að ofan eða styðja á Crtl+F og leita eftir orði eða orðasamböndum.Með því að smella á…
Hér á síðunni eru nokkrar handhægar töflur yfir hitt og þetta, töflur sem geta komið að góðum notum við hnýtingar og ýmislegt fleira. Ein af þessum töflum er samanburðartafla króka frá nokkrum framleiðendum sem nú hefur verið uppfærð allverulega auk þess sem sverleika vírs og lengd leggjar hefur verið bætt við. Töfluna má finna hérna.…
Ef maður ætlaði sér að setja fram eina rétta lýsingu á hlutföllum í þurrflugu þá yrðu undantekningarnar frá ‘reglunni’ væntanlega fleiri heldur en góðu hófi gegndi. Með þokkalegri nálgun má samt setja eftirfarandi teikningu saman og reyna að lýsa því sem skiptir helst máli í þurrflugu. Skott hefðbundinnar þurrflugu er jafn langt búk hennar sem…
Straumflugur, eru það ekki bara ofvaxnar votflugur? Nei, ekki alveg, því hlutföllin í straumflugu eru í raun allt önnur en votflugu og þar af leiðandi hagar straumflugan sé öðruvísi þegar í vatn er komið. Fyrir það fyrsta, þá er skegg straumflugunnar nokkru styttra heldur en votflugunnar, ekki lengra heldur en nemur öngulbili króksins. Skott straumflugu…