Tailor Lengi vel hef ég verið að eltast við eigin misskilning um þessa flugu, en nú tel ég mig hafa náð botninum í þessa frábæru hönnun Skarphéðins klæðskera. Flugan sver sig í ætt Pheasant Tail og Grey Goose en er 100% Íslensk frá byrjun til enda. Alla tíð frá því Skarphéðinn prófaði hana í Elliðavatni…
Langskeggur Langskeggur er ein þeirra flugna sem ber nafn með réttu. Skegg flugunnar er langt, mjög langt og vel umfram það sem öll púpu- og votflugufræði segja hnýturum. En það hefur alls ekki komið niður á veiðni þessarar flugu, nema síður sé. Frá því Örn Hjálmarsson kom fram með þessa flugu hefur hún fært veiðimönnum…
Killer Ef efnt yrði til landsmóts flugna þá yrði Killer Þórs Nielsen á heimavelli á Þingvöllum. Um árabil hefur þessi fluga verið nefnd fyrst allra þegar spurt er um flugur í Þingvallavatn. Upphaflega hönnuð árið 1975 og síðan hafa komið jafnt og þétt nýir litir af henni þannig að nú þekkist hún svört, rauð, hvít,…
Burton Þessa flugu hef ég oft og iðulega séð skráða fyrir fjölda fiska í Hlíðarvatni í Selvogi. Veiðimaðurinn er nær alltaf sá sami, en ég veit fyrir víst að þessi fluga er gjöful víða enda hönnuð eftir fyrirmynd sem fengin er beint upp úr maga ný veiddrar bleikju. Höfundur flugunnar, Hafsteinn Björgvinsson tjáði okkur að…
Alfræðiorðalisti yfir 450 orða og orðasambanda sem tengjast stangveiði, fluguhnýtingum, lífríkinu og fiskinum, með íslenskum þýðingum og skýringum.
Þær eru ófáar flugurnar sem hafa orðið til á Íslandi sem innihalda árórugarn. En hvað er þetta árórugarn eiginlega? Mér skilst að á Íslandi séu þekktustu tegundirnar DMC og Anchor. Sjálfur hef ég laumast inn í Rokku í Fjarðarkaupum og staðið eins og glópur fyrir framan allt úrvalið af DMC sem þar er að finna.…