Það er víst löngu tímabært að setja þessa flugu hér inn á síðuna; Hlíðarvatnspúpan hans Þórs Nielsen. Eins og nafn hennar gefur til kynna, þá á hún ættir að rekja til Hlíðarvatns í Selvogi og þótti á árum áður sérstaklega fengsæl. Eitthvað hefur dregið úr skráningu á þessa flugu hin síðari ár, ef til vill vegna þess að margir yngri veiðimenn þekka ekki heiti hennar og skrifa aflan á Watson’s Fancy.

Þór veiddi töluvert á þessa flugu á sínum tíma í Selvoginum og víðar, rétt eins og aðrir veiðimenn og það er ákveðin söknuður að því að þessi fluga hefur lítið sést í veiðibókum hin síðari ár. Mögulega þarf aðeins að koma henni á framfæri við yngri veiðimenn og hér með hefur FOS.IS lagt sitt að mörkum til þess.

Höfundur: Þór Nielsen
Öngull: votfluguöngull 10 – 16
Þráður: svartur
Stél: fanir úr bekkfjöður gullfasana
Vöf: silfurvír
Afturbúkur: rautt ullargarn (Árórugarn)
Bak: fanir úr grágæsafjöður
Frambúkur: svört ull (Árórugarn)
Skegg: svartar hanafjaðrir
Haus: svartur, lakkaður

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.