FOS.IS má bara til með að hrósa meðlimum Febrúarflugna þetta árið, öllum 915 meðlimum hópsins og þeim 161 hnýtara sem hafa lagt til meistarastykki í mánuðinum.
Við vorum rétt í þessu að hlaða inn nýjum myndum sem hafa komið síðustu daga og nú eru allar 1.041 flugumyndirnar komnar inn á myndasafnið hér á síðunni. Það langt því frá að gamanið sé búið, það eru fjórir heilir dagar eftir af febrúar og enn hlaðast inn flugur og nýir þátttakendur bætast í hópinn á hverjum degi.
Eitt af því sem er hve ánægjulegast er að meðlimir hópsins hafa sýnt frábært viðbrögð við flugum hvers annars. Það eru örugglega ekki margir hópar á Facebook af þessari stærðargráðu sem státa af 32.304 like‘s á innan við mánuði og ummælin sem skráð hafa verið eru nú að nálgast 2.000
Svo hrósum við auðvitað styrktaraðilum okkar sérstaklega sem gera okkur kleift að veita heppnum hnýturum viðurkenningar í lok mánaðarins: