Það var með ólíkindum hvernig fyrstu dagurinn í Febrúarflugum æddi áfram. Rétt fyrir miðnættið voru 52 flugur komnar inn í hópinn og þátttakendum fjölgaði snarlega úr 700 í 732. Frábærar undirtektir og greinilega mikil stemming í hnýturum.
Við munum uppfæra FOS.IS reglulega með myndum af Facebook og nú er fyrsti skammturinn kominn inn á myndasíðu Febrúarflugna 2021 hér á síðunni. Þannig gefst þeim sem ekki eru á Facebook einnig kostur á að fylgjast með framvindunni.
Svo má ekki gleyma Instagram þar sem hnýtarar merkja flugur sínar með #febrúarflugur og/eða #februarflugur