Friskó – hnýtt af höfundinum Jóni Helga Jónssyni

Ein af þeim klassísku hér á heimavellinum. Haft er eftir Jóni Helga að hann hafi upphaflega hnýtt Friskó bæði brúna og græna eins og sjá má hér á síðunni, enda eru flugurnar hér hnýttar af honum sjálfum. Sú græna virkar vel þar sem græn slikja er í vatninu, annars staðar sú brúna. Hugmyndinni að Friskó skaut eiginlega bara í kollinn á Jóni Helga því hann vissi sem var að bleikjan á Þingvöllum tekur eitthvað brúnt og fyrir þá bleikju var flugan upphaflega ætluð.

Þó flugan sé hönnuð fyrir Þingvallableikjuna, þá virkar hún prýðilega vel í frænkur hennar, hvort sem þær eiga heima í Hlíðarvatni í Selvogi, Elliðavatni eða á Skagaheiðinni, svo einhver dæmi séu nefnd. Nafn flugunnar varð þannig til að um þær mundir sem flugan varð til, var dægurflugan Diskó-Friskó hvað vinsælast og fannst Jóni Helga tilvalið að láta fluguna kallast á við Diskódrottningu veiðifélaga síns, Jóns Petersen, og fékk því nafni Friskó. Nánar má fræðast um fluguna og frænkur hennar í prýðilegri grein eftir Baldur Sigurðsson í maí hefti Áróðs, félagsrits Ármanna frá árinu 2013 sem nálgast má hérna.

Friskó græn – hnýtt af höfundinum Jóni Helga Jónssyni

Höfundur: Jón Helgi Jónsson
Öngull: hefðbundinn 10 – 14
Þráður: Svartur
Vöf: ávalt silfur
Búkur: brúnt flos eða grænt
Frambúkur: bronslitaðar fanir úr páfuglsfjöður
Skegg: svört hanahálsfjöður
Vængstubbur: fanir úr fasanafjöður
Haus: svartur með mjórri rönd af orange globrite

Hér að neðan má sjá hvernig Eiður Kristjánsson hnýtir sína útgáfu af Friskó sem er töluvert frábrugðin þeirri upprunalegu:

Þær stöllur saman á mynd

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.