Veiðitölur stangaveiðitímabilsins úr Veiðivötnum gefa til kynna nokkurn samdrátt síðasta sumar. Nú leikur FOS.IS forvitni á að vita hvernig upplifun einstaka veiðimanna af Vötnunum var því upplifun veiðimanna er ekki alltaf sú sama og tölurnar gefa til kynna. Okkur þætti því vænt um að þið sem fóruð í Vötnin í sumar, gæfuð ykkur tíma til að svara smá skoðanakönnun sem við höfum sett upp með því að smella á myndina hér að neðan:
Eins og spurningarnar í könnuninni bera með sér, þá er þetta ekki hávísindaleg könnun en svörin verða væntanlega notuð í smá hugvekju á vefnum og birtist síðar í vetur.
Með fyrirfram þökk fyrir þátttökuna,
Kristján Friðriksson