Það er engin ástæða til að sitja heima með hendur í skauti og bíða eftir fyrsta veiðideginum. Ármenn ætla að láta reyna á eitthvað nýtt í kvöld og efna til spurningakeppni um veiði, veiðistaði og mistengd málefni. Sérstaklega er tekið fram að allir séu velkomnir á þennan tímamóta viðburð Ármann sem hefst kl. 20:00 í kvöld, föstudagskvöldið 6. mars og verður eins og nær allt annað starf Ármanna í Árósum, Dugguvogi 13.
Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Ármanna með því að smella hérna.