Þakkir

Febrúarflugum 2016 er lokið. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka öllum sem lögðu sitt að mörkum; hnýturum, fylgjendum og síðast en ekki síst styrktaraðilum fyrir ánægjulegt samstarf á liðnum vikum. Kærar þakkir fyrir, ég held reyndar að ég hafi uppskorið stærstu verðlaunin, ánægjuna af þessu stússi í febrúar og allar kveðjurnar frá þátttakendum og þeim sem fylgdust með.
Kristján Friðriksson

Innsendar flugur

Á þeim 29 dögum sem opið var fyrir innsendingu flugna á viðburðinn bárust 390 flugur frá 40 þátttakendum sem er töluvert meira en við gerðum ráð fyrir. Formlega fylgdust 117 einstaklingar með viðburðinum, auk þeirra sem fylgdust sérstaklega með sínum vinum og kunningjum.

Viðurkenningar

Eftirtaldar flugur hlutu viðurkenningu í þeim þremur flokkum sem stofnað var til að þessu sinni.

Beittasta vopnið: Sú fluga sem menn hafa mesta trú á fyrir komandi sumar.

Fallegasta flugan: Sú fluga sem þykir fallegust að lögun, lit og handbragði.

Nýliði ársins: Sú fluga sem þykir glæsilegust af frumsömdum flugum þátttakenda.

FOS þakkar eftirtöldum styrktaraðilum fyrir frábærar undirtektir og velvilja.

febArmenn
febVeidivon3
febValdimarsson3
febTreSmidi
febJoakims
febVAUK
febVesturrost3
febMistur
febVeidikortid
febFlextec