Sumar flugur eru einfaldlega svo einfaldar að það tekur því ekki að setja inn efnislista. Killer Bug er einmitt ein þessara flugna. Haft er eftir höfundi hennar, Frank Sawyer að honum nægðu fimm flugur til að geta veitt alls staðar. Auðvitað var Pheasant Tail ein þessara ásamt Killer Bug.

Ég hef lúmskan grun um að það séu frekar fáir veiðimennirnir hér á Íslandi sem þekki eða hafi prófað þessa flugu Sawyers, sem er í raun grátlegt því hún er virkilega veiðin þessi hnellna fluga. Engin uppskrift, aðeins Oliver Edwards að hnýta hana.

Að lokum; smá vísbending umefnisvalið. Íslensk ull virkar frábærlega í þessa flugu, helst Létt Lopi sem losaður er sundur á þáttunum og spunninn rangsælis eftir að hann hefur verið festur niður eða einband.

Höfundur: Frank Sawyer

Ummæli

18.07.2013 – LogiÉg hef hnýtt þessa flugu og það sem mér finnst hafa komist næst orginalinum er einband, lopi.

20.07.2013 – Siggi Kr.Gaman að sjá þessa flugu hérna, hef einmitt verið að nota einhvern lopa sem ég ég náði að gera upptækan ú prjónakörfu konunnar í hana en hún hefur því miður ekki fengið mikla notkun hjá mér. Svo langar mig líka að benda þeim á sem hafa á því áhuga að það er til mynd sem heitir Frank Sawyer’s favorite flies þar sem John Klingberg hnýtir nokkrar flugur eftir Sawyer í orginal útgáfum. Myndina er hægt að finna á netinu sem torrent en ég hef hvergi séð hana til sölu.

Svar: Já, því miður virðist þessi mynd ófáanleg á netinu, þ.e. öðruvísi en sem torrent frá þriðja aðila eða ‘öryggisafrit’ eins og það heitir. Læt mönnum leitina sjálfum eftir ef þeir vilja sækja þannig útgáfur 🙂

3 Athugasemdir

  1. Ég hef hnýtt þessa flugu og það sem mér finnst hafa komist næst orginalinum er einband, lopi.

  2. Gaman að sjá þessa flugu hérna, hef einmitt verið að nota einhvern lopa sem ég ég náði að gera upptækan ú prjónakörfu konunnar í hana en hún hefur því miður ekki fengið mikla notkun hjá mér. Svo langar mig líka að benda þeim á sem hafa á því áhuga að það er til mynd sem heitir Frank Sawyer’s favorite flies þar sem Johan Klingberg hnýtir nokkrar flugur eftir Sawyer í orginal útgáfum. Myndina er hægt að finna á netinu sem torrent en ég hef hvergi séð hana til sölu.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.