fos_cfrfishVeiðimenn á flugu þekkja flestir þá tilfinningu eftir dagspart í veiði að engu líkara sé en líkami og sál hafi endurnýjað sig fullkomlega jafnvel þótt aumir kastvöðvar og tilhlökkun fyrir næstu ferð séu alveg við það að gera mann brjálaðan. Og það var einmitt upp úr þessari upplifun sem Gwenn Bogart flugukastkennari og Benita Walton skurðlæknir fengu þá hugmynd að nota hana til að styrkja kynsystur sínar til bata sem greinst höfðu með krabbamein. Einhverjum gæti þótt hugmyndin ein fáránleg, hvað þá að byggja heila grasrótarhreyfingu eins og Casting for Recovery (CFR) á henni, en það er einmitt það sem þessum tveimur konum tókst árið 1996 vestur í Vermont í Bandaríkjunum.

Sjálfur hef ég upplifað það ótal sinnum að glíman við þennan ósýnilega andstæðing sem fiskurinn getur verið á hans heimavelli með aðeins eina flugu að vopni. Þessi upplifun er nánast ekki af þessum nútíma heimi sem við lifum í. Það að tengjast náttúrunni með þeim afgerandi hætti sem glíman við fiskinn er, gefur mér meira en flest annað sem ég hef reynt. Að sama skapi get ég aðeins þakkað fyrir að geta ekki sett mig í spor þeirra sem glíma eða hafa glímt við krabbamein og fylgifiska krabbameinsmeðferðar. En, ég get auðveldlega sett mig í spor þeirra fjölmörgu sem lofað hafa framtak þessara samtaka í gegnum árin.

Eins og áður segir var þessum samtökum komið á fót árið 1996 í Bandaríkjunum og fljótlega hlaut starf þeirra og árangur mikið lof sérfræðinga sem kynntu sér afrakstur þess. Lykilatriði starfsins hefur frá upphafi verið að gefa konum kost á hvíld og endurnæringu líkama og hugar eina helgi þeim að kostnaðarlausu í sem afslöppuðustu umhverfi og unnt er. En afrakstur þessara samtaka er meiri og annar en sá sem kemur fram undir merkjum CFR. Fjöldi kvenna sem kynnst hafa og miðlað af reynslu sinni undir merkjum samtakanna hafa bundist böndum sem ná langt út fyrir fluguveiði og samveru á árbakkanum. Eftir að hafa náð til Kanada árið 2004 var stofnað til CFR á Bretlandseyjum árið 2007. Það var svo árið 2010 að CFR náði til tveggja landa til viðbótar, Nýja Sjálands og Íslands. Hér á landi hefur starfið gengið undir nafninu Kastað til bata og hefur frá upphafi notið fulltingis reyndra veiðimanna og kvenna í nánu samstarfi við Krabbameinsfélagsins og Samhjálpar kvenna. Vonandi bera þessi samtök gæfu til að halda þessu frábæra starfi áfram með stuðningi fagaðila í stangveiði, verslana og veiðileyfasala.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.