Enn ein flugan sem líkir eftir vorflugunni okkar, en í þetta skiptið þurrfluga. Al Troth, höfundur hennar ætlaði henni að vera alhliða eftirlíking vorflugunnar og það má með sanni segja að hafi tekist því þetta er ein langsamlegast útbreiddasta þurrflugueftirlíking vorflugunnar.
Hún situr hátt á vatninu og hefur reynst mönnum vel þar sem gáran drekkir öðrum flugum, hvort heldur í ám eða vötnum.
Eftir að hafa gengið sjálfur í gegnum þrautagöngu byrjandans í þurrfluguveiði þar sem allar flugur mínar vildu sökkva, þá hnýtti ég mér nokkrar í ætt við þessa sem fljóta, sama hvernig viðrar.
Höfundur: Al Troth
Öngull: Þurrfluguöngull 10 – 16
Þráður: Tanned 6/0
Vöf: fínn gullþráður
Búkur: héri
Hringvaf: palmeruð brún fjöður
Vængur: ljós fjöður
Haus: lítið eða ólakkaður
Bleikja | Sjóbleikja | Urriði | Sjóbirtingur |
---|---|---|---|
10,12,14,16 | 10,12,14 |
Hér gefur síðan að líta Kurt Chenuz frá Kanada fara nokkuð fimum höndum um fluguna.
Ummæli
11.01.2013 – Hilmar: Þetta er mögnuð þurrfluga, flothæfileikinn kemur einmitt með því að nota Elk Hair, sem er notað í vænginn. (mátt kannski uppfæra uppskriftina ). Það er líka hægt að gera ótrúlega hluti með Elk eða Deer hair í fluguhnýtingum. Sjá t.d. Þetta http://www.flytyingforum.com/uploads/img4f09f2ae88f13.jpg
mbk, Hilmar
Þetta er mögnuð þurrfluga, flothæfileikinn kemur einmitt með því að nota Elk Hair, sem er notað í vænginn. (mátt kannski uppfæra uppskriftina :o). Það er líka hægt að gera ótrúlega hluti með Elk eða Deer hair í fluguhnýtingum.
Sjá t.d. Þetta http://www.flytyingforum.com/uploads/img4f09f2ae88f13.jpg
mbk
Hilmar