Í dag, síðasta dag ársins er ég enn í sjokki. Það var nefnilega í október, svona rétt í lok tímabilsins að mér var gert ljóst að ég stunda EKKI stangveiði. Fréttavefir og Veiðimálastofnun slógu upp fyrirsögnum eins og þessari:

Visir12102012

Með þessari frétt sló stofnunin silungsveiði endanlega út úr stangveiðinni, því ekki var minnst einu orði á það sport sem meirihluti stangveiðimanna stunda. Til að fylla upp í víðtæka vanþekkingu stofnunarinnar á aflatölum, má geta þess að við hjónin veiddum 108 bleikjur og 65 urriða s.l. sumar sem gerði 38% uppsveiflu hjá okkur. Eftir stendur að ég hef ekki hugmynd um hvað ég megi kalla sportið okkar núna, fyrst það er ekki stangveiði.

Alveg viðurkenni ég þó að fréttir af vatnaveiði þetta árið voru frekar lélegar, þ.e. fáar eins og endranær. Aðeins 20% frétta á veiðivefjum Vísis og mbl greindu frá vatnaveiði og þá helst í upphafi sumars eins og endranær. Um leið og fyrstu laxarnir hófu rás sína upp árnar (á-rás) var eins og silungurinn hyrfi, í það minnsta úr fréttum. Eða hvarf silungurinn kannski víðar? Kannski ekki nema von að fátt yrði um fína drætti í fréttum þegar fyrirsagnir eins og Bleikjan horfin úr Tungufljóti? komu fram. Það fór nettur hrollur um mig og asnalegri hugmynd skaut enn eitt skiptið upp í kollinn á mér; Getur það verið að laxinn éti nú bara víst þegar hann er í ánum? Er Atlantshafslaxinn bara eitthvað skyldur Kyrrahafslaxinum? Merkileg grein á Deneki. Þetta gæti barasta skýrt fréttir að Norðan Þekkt að bleikju fjölgi þegar laxi fækkar.

Þrátt fyrir allt hef ég enn áhuga á stangveiði og fylgist því aðeins með fyrirsögnum fréttamiðlanna af þessu sporti. Kannski í þeirri von að ég finni skýringar á því hvað ég afhefst 4 af hverju 7 dögum vikunnar frá því í byrjun apríl og fram á haustið ár hvert. En mér sýnist að sportið eigi undir högg að sækja og sé farið að ógna heilsu manna allverulega Laxveiði of erfið fyrir hjartað var haft eftir nafna mínum Benediktssyni. Ekki er það nú gott, kannski bara best að ég haldi mig við silunginn fyrst laxveiðin er svona hættuleg og að niðurlotum komin eins og Algjört hrun og Afspyrnu slakt gefa til kynna.

Mér er nú bara að verða orða vant og þá snýr maður sér að veðrinu eins og Íslendinga er gjarnan háttur þegar svo ber undir. Ísland er ómögulegt land. Í margar vikur fór ég ekki öðruvísi út úr húsi heldur en smurður rakakremi (sem ég stal frá konunni) vegna þess að hér kom ekki deigur dropi úr lofti svo vikum skipti ef marka má Ekkert vatn og ekki bætti það nú úr skák þegar ég varð að smyrja sólarvörninni ofan á rakakremið þegar Allt of bjart skaust inn í fyrirsagnirnar. Á þessum tíma skrapp ég í nokkra könnunarleiðangra (ekki stangveiði) að nokkrum vötnum landsins og gerði alveg prýðilega búbót (ekki veiði) og nældi mér í nokkra tugi silunga. Dásamlegur tími, en ekki laust við að ég fengi samviskubit yfir gæftaleysi stangveiðimanna (sko, þeirra sem stóðu á bökkum ánna sem runnu úr vötnunum). En öll él styttir upp um síðir, eða þannig sko. Of mikið vatn skaut upp kollinum og réði öllu í fyrirsögnum svo vikum skipti. Auðvitað fylltist ég samúð og samhug með stangveiðimönnum og jók enn meira árás mína á silunginn með það eitt að markmiði að fækka þessum bölvuðu kvikindum sem pissuðu of mikið í vötnin þannig að þau flæddu yfir bakka sína og niður árnar, skemmandi alla veiði laxmanna.

Eitthvað hefur mér samt mistekist þetta hrapalega því stangveiðimenn Hóta úrsögnum vegna breytinga í Elliðaánum og spyrja sig ítrekað Er verðlagning veiðileyfa út úr kortinu? Ég bara skil ekki þessa umræðu um kortið. Ingimundur hækkaði það um einhverjar 900 krónur fyrir árið 2013 eftir að verðið hafði staðið í stað í nokkur ár. Nei, mér finnst verðlagning Veiðikortsins bara í fínu lagi.

Í lok árs er til siðs að þakka allt gamalt og gott og ég þakka mínum sæla fyrir konuna mína. Nei, ekki misskilja mig, hún er ekkert gömul, en hún er besti veiðifélagi minn og hún heitir Þórunn, ekki Brynja. Það þakka ég fyrir því Æ fleiri útlendingar vilja í Brynju. Mér finnst þeir vera farnir að færa sig aðeins upp á skaftið þessir gæjar og svo er mér sagt að Erlendir veiðimenn sækja í ódýrari veiðileyfi í þokkabót. Þetta vekur upp spurningar eins og; Hvað lét Ingimundur eiginlega útbúa mörg Veiðikort? Verður til nóg handa okkur innlendingunum? Eins gott að kortið mitt er komið í hús og bíður núna vorsins eins og ég.

Kæru lesendur, hér læt ég staðar numið í útúrsnúningi mínum í lok árs og óska ykkur öllum farsældar á komandi ári. Sérstaklega þakka ég þeim sem gaukuðu að mér efni og hugmyndum á árinu sem er að líða, það þarf sitt til að fylla efni í 205 pistla sem náðu í 64.700 innlit á síðuna, besta árið hingað til. Ég ætla að halda væntingum mínum fyrir næsta sumri í lágmarki því mér skilst að sumir veiðimenn séu óhressir með nýliðna vertíð, enda Menn orðnir góðu vanir eins og Þorsteinn Þorsteinsson á Skálpastöðum lét hafa eftir sér í haust.

Ummæli

31.12.2012 – Stefán Bjarni HjaltestedÞakka frábært framlag um stangveiði á árinu,fróðleik og skemmtun með ósk um gleðilegt nýtt veiðiár.

31.12.2012 – Svarti Zulu: Já það er magnað þetta með stangveiðina – Það var nefnilega líka tuga prósenta aukning í minni “ekki-stangveiði” og sömu sögu hef ég heyrt frá mörgum félögum mínum sem stunda einmitt þessa sömu “ekki-stangveiði”.

En það er nú bara þannig að laxveiðimennirnir eru sumir hverjir háværir þegar illa gengur og garga jafnvel um hrun og útrýmingu laxastofnsins enda er það skiljanlegt þegar menn reiða fram hundruði þúsunda til þess eins að fá að berja tóma árfarvegi á meðan við “ekki-stangveiðimennirnir” erum nú oftast bara rólegir þó veiðipokinn sé tómur þegar við komum úr veiðitúr. Það er nú kannski þessari hógværð okkar að kenna/þakka að minna er fjallað um vatnaveiði í fjölmiðlum en með tilkomu allra þeirra sem nota sér netið til að segja frá veiðiferðum, stöðum, aðferðum o.s.fr.(Þar sem þú ferð klárlega fremstur í flokki að öðrum ólöstuðum) er þetta allt að batna. Ætli það sé ekki bara tímaspursmál hvenær það birtist miðill sem einbeitir sér að fréttum af silungsveiði og laxinn fær að fljóta með (ef hann veiðist á silungasvæði)…

Bestu Nýárskveðjur
Siggi Kr. A.K.A SvartiZulu

03.01.2013 – UrriðiVertu feginn, þessi stangveiði er rándýr og full af allskonar asnalegum reglum! En vonandi heldur þú uppteknum hætti á nýju ári, takk fyrir mig.

3 Athugasemdir

  1. Þakka frábært framlag um stangveiði á árinu,fróðleik og skemmtun með ósk um gleðilegt nýtt veiðiár

  2. Já það er magnað þetta með stangveiðina – Það var nefnilega líka tuga prósenta aukning í minni „ekki-stangveiði“ og sömu sögu hef ég heyrt frá mörgum félögum mínum sem stunda einmitt þessa sömu „ekki-stangveiði“.
    En það er nú bara þannig að laxveiðimennirnir eru sumir hverjir háværir þegar illa gengur og garga jafnvel um hrun og útrýmingu laxastofnsins enda er það skiljanlegt þegar menn reiða fram hundruði þúsunda til þess eins að fá að berja tóma árfarvegi á meðan við „ekki-stangveiðimennirnir“ erum nú oftast bara rólegir þó veiðipokinn sé tómur þegar við komum úr veiðitúr. Það er nú kannski þessari hógværð okkar að kenna/þakka að minna er fjallað um vatnaveiði í fjölmiðlum en með tilkomu allra þeirra sem nota sér netið til að segja frá veiðiferðum, stöðum, aðferðum o.s.fr.(Þar sem þú ferð klárlega fremstur í flokki að öðrum ólöstuðum) er þetta allt að batna. Ætli það sé ekki bara tímaspursmál hvenær það birtist miðill sem einbeitir sér að fréttum af silungsveiði og laxinn fær að fljóta með (ef hann veiðist á silungasvæði)…

    Bestu Nýárskveðjur
    Siggi Kr. A.K.A SvartiZulu

  3. Vertu feginn, þessi stangveiði er rándýr og full af allskonar asnalegum reglum! En vonandi heldur þú uppteknum hætti á nýju ári, takk fyrir mig.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.