Þær verða nú stundum ekki til svona einn tveir og þrír, en stundum detta þær í kollinn á manni þegar minnst varir. En, þessi er alls ekki þannig. Tilraunir með þekktar flugur, tilraunir sem tókust miður vel, urðu kveikjan að þessari. Ég var sem sagt að reyna mig við flugur til höfuðs ákveðnu skordýri; Galdralöppinni. Málið var að hvorki ég né veiðifélagi minn gátum fyllilega sætt okkur við allar Bibio flugurnar sem til eru og því var sest niður og þessi soðin saman til að friða sjálfið okkar. Hvernig hún reynist, kemur svo í ljós næsta sumar.

Í sjálfu sér afskaplega einföld fluga en með nokkuð áberandi rauðu klofnu skotti og kraga. Annars alveg eins og þúsundir annarra þurrflugna af svipuðu sauðahúsi. Smá orðaleikur í nafngiftinni; Hexía de Trix úr heimi Walt Disney send til höfuðs Galdralöppinni.

Höfundur: Kristján Friðriksson
Öngull: Þurrfluguöngull 10 – 14
Þráður: UTC 70 – svartur
Skott (afturfætur): 2 x rauðar Goose Biots, gjarnan örlítið niðurvísandi
Búkur: svart dub (íslenskt fjallalamb)
Kragi: rautt dub (íslenskt fjallalamb)
Hringvöf: svartar hanafjaðrir
Haus: lítið eða ólakkaður

Bleikja Sjóbleikja Urriði Sjóbirtingur
10,12,14 10,12

Ummæli

03.12.2012 – Hilmar: Þessi er afar áhugaverð! Hvar fær maður lamba dub? Spurning hvort maður fái leyfi hjá höfundinum til að hnýta nokkur eintök og taka þátt í tilraunaveiði með Hexíu á komandi sumri.

mbk, Hilmar

SvarLamba-dub er náttúrulega bara snilld. Ég finn alveg ótrúlegustu hluti í prjónakörfu konunnar, t.d. Létt-lopa sem er alveg fyrirtaks dub efni þegar maður hefur tætt hann niður. Hrindir vel frá sér vatni og kemur vel undar snjó (eins og rollurnar fyrir norðan sanna). Engar áhyggjur, hér er ekkert einkaleyfi í gangi á flugum, bara gaman ef menn vilja prófa.

1 Athugasemd

  1. Þessi er afar áhugaverð! Hvar fær maður lamba dub? Spurning hvort maður fái leyfi hjá höfundinum til að hnýta nokkur eintök og taka þátt í tilraunaveiði með Hexíu á komandi sumri

    mbk

    Hilmar

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.