Í einhverri veiðiferðinni sumarið 2012 hitti ég ‘eldri’ veiðimann sem varð að orði að hann saknaði bláu flugnanna, eina sem enn þekktist væri Blue Charm og hún væri aðeins notuð í laxinn. Þessu spjalli okkar yfir fluguboxunum hefur oft skotið upp í huga minn yfir væsinum og nú lét ég verða að því að bulla saman púpu sem innihéldi eitthvað blátt.

Nærtækast var að halda sig nokkurn veginn við skiptinguna úr Blue Charm og eftir nokkrar tilraunir varð þessi til. Hvort hún höfði eitthvað til silungsins næsta sumar verður bara að ráðast, litaskiptingarnar eru í það minnsta nógu áberandi sem er nú oftast til þess fallið að kveikja í honum.

Höfundur: lætur fara lítið fyrir sér
Öngull: Hefðbundin 10 – 16
Þráður: Svartur 8/0
Vöf: Silfurvír
Búkur: Gult gerfisilki (1/3), svart gerfisilki (2/3)
Thorax: Blátt gerfisilki
Vængstæði: Svört andarfjöður

Bleikja Sjóbleikja Urriði Sjóbirtingur

Ummæli

Hilmar – 19.janúar 2012

Glæsilegt eintak, bíð spenntur að heyra af aflabrögðum hennar í sumar.

mbk

Hilmar

Guðmundur – 19.janúar 2012

Töff :-) það væri spennandi að prófa þessa

Jón Magnús – 5.febrúar 2012

Þessa verð ég að prófa!

11.02.2012 – Árni Jónsson

Þetta er mjög veiðileg fluga!

6 Athugasemdir

 1. Glæsilegt eintak, bíð spenntur að heyra af aflabrögðum hennar í sumar.

  mbk

  Hilmar

 2. Væri gaman að heyra hvort þessi hafi virkað, hefur þú eitthvað reynt hana?

 3. Sæll Sigurpáll. Jú, ég hef laumað þessari undir í nokkur skipti og hef fengið tvær bleikjur á hana. Átti reyndar von á að hún félli urriðanum betur í geð, en það hefur ekki tekist ennþá. Báðar bleikjurnar sem féllu fyrir henni voru í Frostastaðavatni.
  Bestu kveðjur,
  Kristján

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.