Þegar eitthvað nýtt rekur á fjörur manns er sjálfsagt að deila því. Ekki dettur mér í hug að taka mér einhvern heiður af þessari flugu, fann bara enga uppskrift af henni eins og ég prófaði, og læt því slag standa og birti þessa.
Uppskriftin er tiltölulega einföld, eina sem þarf er töluverð þolinmæði og umfram allt skipulag því þessa flugur er eins gott að hnýta margar í einu. Aðferðin en einföld; þræddu skrautperlu(r) upp á öngulinn og festu hann í vise eða korktappa (marga í krans fyrir fjöldaframleiðslu). Ef þú ætlar að nota lakk til að mynda hrognið, mæli ég með að setja einn dropa af Crazy Glue við perluna til að festa hana á öngulinn. Lakkið sem þú notar ætti helst að vera úr dósinni sem þú gleymdir að loka um daginn og varð aðeins of þykkt fyrir fluguhausa, það lekur síður. Settu aðeins lítinn dropa á perluna í hverri umferð og leyfðu því að þorna vel á milli. Sama regla gildir í raun ef þú ætlar að nota Epoxíð, leyfðu því að þorna vel á milli umferða. Umferðirnar geta orðið nokkuð margar eða allt þar til þú nærð u.þ.b. 3-5 mm kúlu á öngulinn.
Höfundur: enginn sérstakur
Öngull: Grubber
Búkur: Appelsínugul skraut perla eða tvær (fást í Litir og föndur)
Lím/lakk: Epoxíð lím eða staðið lakk
Bleikja | Sjóbleikja | Urriði | Sjóbirtingur |
---|---|---|---|
10,12,14 | 10,12,14 | 10,12,14 | 10,12,14 |
Ummæli
12.02.2013 – Brynjar M. Andrésson: Ertu með eitthverjar veiðisögur af þessu ‘skrípi’?
Svar: Nei, það verður nú að viðurkennast að ég hef ekki gert stóra hluti með svona flugu, en… prófaði hana eitt sinn þegar bleikja var í hryggningu og urriðinn sýndi henni töluverðann áhuga, samkeppnin var bara svo mikil í vatninu að mér varð ekkert ágengt, allt of mikið af hrognum á ferðinni.
Ertu með eitthverjar veiðisögur af þessu ‘skrípi’? 🙂
Nei, það verður nú að viðurkennast að ég hef ekki gert stóra hluti með svona flugu, en… prófaði hana eitt sinn þegar bleikja var í hryggningu og urriðinn sýndi henni töluverðann áhuga, samkeppnin var bara svo mikil í vatninu að mér varð ekkert ágengt, allt of mikið af hrognum á ferðinni.