Mýsla Gylfa Kristjánssonar er sífellt að vinna sér fastari sess hjá veiðimönnum. Hún er sögð fyrsta kúpuflugan sem er hönnuð á Íslandi og sé það rétt þá er hún væntanlega kominn nokkuð til ára sinna.
Í fyrstu var hún aðeins fáanleg á einkrækju fyrir silunginn en hefur síðan stækkað og er nú fáanleg á þríkrækju fyrir laxinn sem hún ku æsa óhóflega. Lag Mýslunnar er þannig að hún snýr öfug í vatninu og festist því síður í botni heldur en ella.
Lita samsetning flugunnar er nokkuð kunnugleg, þegar kemur að silungi; svart, rautt og silfrað.
Höfundur: Gylfi Kristjánsson
Öngull: Grubber 8 – 16
Þráður: Rauður 8/0
Broddur: Silfur tinsel vafið beint á öngulinn
Vængur: Svört andarfjöður*
Kragi: Rautt dub
Haus: Vaskakeðja í yfirstærð m.v. öngul
* Hér verð ég víst að setja varan á, ég nota svarta andarfjöður án þess að vita fyrir víst að Gylfi hefði samþykkt það.
Bleikja | Sjóbleikja | Urriði | Sjóbirtingur |
---|---|---|---|
10,12,14,16 | 10,12,14 |
Ívar í Flugusmiðjunni tók þessa flugu til kostanna, eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan:
Skemmtileg fluga, furðuleg í útliti en um leið furðulega falleg.
En hvað ætli sé best að nota í stélið á henni?
Já, þarna var ég gripinn í bólinu. Sofnaði aðeins á verðinum og kláraði ekki heimavinnuna mína. Þannig er að ég er ekki með staðfestar upplýsingar um upprunalegt efni Gylfa í vænginn, sjálfur nota ég svarta andarfjöður en ætlaði alltaf að fá staðfestingu á þessu áður en ég birti greinina, sem ég gleymdi. Því fór sem fór og ég birti þetta með þeim fyrirvara að ‘svona hnýti ég hana’.
kv.Kristján