Mýsla Gylfa Kristjánssonar er sífellt að vinna sér fastari sess hjá veiðimönnum. Hún er sögð fyrsta kúpuflugan sem er hönnuð á Íslandi og sé það rétt þá er hún væntanlega kominn nokkuð til ára sinna.

Í fyrstu var hún aðeins fáanleg á einkrækju fyrir silunginn en hefur síðan stækkað og er nú fáanleg á þríkrækju fyrir laxinn sem hún ku æsa óhóflega. Lag Mýslunnar er þannig að hún snýr öfug í vatninu og festist því síður í botni heldur en ella.

Lita samsetning flugunnar er nokkuð kunnugleg, þegar kemur að silungi; svart, rautt og silfrað.

Höfundur: Gylfi Kristjánsson
Öngull: Grubber 8 – 16
Þráður: Rauður 8/0
Broddur: Silfur tinsel vafið beint á öngulinn
Vængur: Svört andarfjöður*
Kragi: Rautt dub
Haus: Vaskakeðja í yfirstærð m.v. öngul

* Hér verð ég víst að setja varan á, ég nota svarta andarfjöður án þess að vita fyrir víst að Gylfi hefði samþykkt það.

Bleikja Sjóbleikja Urriði Sjóbirtingur
10,12,14,16 10,12,14

2 Athugasemdir

  1. Skemmtileg fluga, furðuleg í útliti en um leið furðulega falleg.

    En hvað ætli sé best að nota í stélið á henni?

  2. Já, þarna var ég gripinn í bólinu. Sofnaði aðeins á verðinum og kláraði ekki heimavinnuna mína. Þannig er að ég er ekki með staðfestar upplýsingar um upprunalegt efni Gylfa í vænginn, sjálfur nota ég svarta andarfjöður en ætlaði alltaf að fá staðfestingu á þessu áður en ég birti greinina, sem ég gleymdi. Því fór sem fór og ég birti þetta með þeim fyrirvara að ‘svona hnýti ég hana’.

    kv.Kristján

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.