Hér er ekki um einhverja eina flugu að ræða, heldur flóru af flugum sem eiga í 95% tilfella allt sameiginlegt. Svartur er hann trúlega einhver öflugastur buzzera, þ.e. flugna sem apa eftir púpustigi mýflugunnar. Þessi fluga er afskaplega einföld í hnýtingu; þráður, vír, kinnar og lakk. Ef þú vilt vera örlátur þá getur þú bætt við kúluhaus.

Þegar ég byrjaði fluguveiðar fannst mér ótrúlegt að þetta litla kvikindi gæti veitt eitthvað þannig að ég lét alveg eiga sig að prófa hana. En svo lærir lengi sem lifir og þegar ég gaf henni sjéns í upphafi vertíðar (kalt vor) þá sannaði hún sig fyllilega fyrir mér.

Höfundar: óteljandi
Öngull: Legglangur, jafnvel grubber 10 – 18
Þráður: Svartur 8/0
Vöf: Silfur eða koparvír
Kinnar: Tinsel / biots
Haus: Kopar- eða stálkúla eftir geðþótta, eða bara ekkert.

Bleikja Sjóbleikja Urriði Sjóbirtingur
10,12,14,16 10,12,14

Hér gefur svo að líta leiðbeiningar frá Davie McPhail hvernig hann hnýtir Buzzer:

4 Athugasemdir

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.