Þótt aðeins einn eða tveir fjölskyldumeðlimir eigi sér stangveiði sem áhugamál þýðir það ekki að aðrir fjölskyldumeðlimir geti ekki tekið þátt í dellunni, það sannaðist um daginn þegar yngri sonur minn laumaði að mér mjög ítarlegum leiðbeiningum að flugum sem hann tók sig til og hannaði.

Ripp, Rapp og Rupp – Höf: Nökkvi Kristjánsson

Með því að sameina aðal lestrarefnið sitt, sköpunargleði sína og einbeittan vilja til að koma mér á rétta braut í fluguhnýtingum urðu þeir bræður Ripp, Rapp og Rupp til á pappírnum með greinargóðum leiðbeiningum. Auðvitað lét ég á uppskriftina reyna og hér að ofan gefur að líta afraksturinn. Efniviðurinn er sóttur í marglitar föndurperlur sem límdar voru með tonnataki á hefðbundinn nymphukrók með stíflökkuðu flosi. Þessar verða örugglega með í boxinu í sumar.

1 Athugasemd

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.