Einhver sagði að það væru aðeins lélegu kastararnir sem svöruðu svona fullyrðingum neitandi. Allt í lagi, ég er þá bara lélegur kastari. Mitt svar er; nei. Í vatnaveiði veiðast flestir fiskar á innan við 12 m. Auðvitað getur komið upp sú staða að gott sé að ráða við lengri köst (20-30 m) og ég fullyrði að þú nærð slíkum köstum auðveldlega með smá æfingu eða með stuttri tilsögn kastkennara.
