Margir hafa og margir munu halda áfram að læra fluguveiði af sjálfum sér og út af fyrir sig gengur það alveg. Framboð af allskyns efni fyrir byrjendur á bók, myndum og á netinu er mjög mikið og hefur hjálpað mörgum. En, það er oft betra að fara fyrr en síðar til góðs leiðbeinanda því það tekur oftast mun lengri tíma að venja sig af vitleysunni heldur en læra hlutina rétt í upphafi. Hjá flestum kemur alltaf að því að þeir vilja fínpússa tæknina, nota færri falsköst og ná meiri nákvæmni.
