Hjólahnútur til að festa línu á allar gerðir veiðihjóla, undirlínu á fluguhjól eða girni á kasthjól. Þetta er kannski ekki sterkasti hnúturinn í bænum, enda reynir í raun sjaldnast á hann, fæstir missa alla undirlínuna út áður en þeir ná að bremsa hjólið.
