UNI hnúturinn er nánast eins og Hangman’s Knot, nema að hann er vafinn réttsælis í lykkjuna í stað rangsælis.
Fyrirtaks hnútur til að festa flugu á taumenda ef hann er rétt gerður og vættur vel áður en hann er hertur.
Það að væta hnút vel fyrir herslu kemur í veg fyrir tvennt:
a. Traumurinn hitnar síður, þ.e. hann veikist ekki þegar hann rennur í gegnum hnútinn.
b. Taumurinn krullast ekki eins og oft vill gerast þegar hann rennur í gegnum hnút.