Blóðhnúturinn er ágætis hnútur til að tengja saman taum og taumefni. Endarnir eru lagðir saman og vafðir uppá í gagnstæðar áttir. Þá er endunum stungið í gegnum lykkjuna sem myndast á samskeytunum, einnig í gagnstæðar áttir. Hnúturinn vættur vel og dreginn saman.
Ef annar endinn, helst sá af taumaefninu er hafður vel langur má vel nota hann fyrir afleggjara (dropper). Við það sparast að hnýta sérstakan hnút.