

Hún verður bara öruggari ef ég vef aðeins meira í hausinn á henni, eða hvað? Ef þú þú vilt vera viss um að hausinn á flugunni sé nægjanlega sterkur, þá skaltu frekar nota fínni hnýtingarþráð heldur en grófari. Þú getur frekar leyft þér að bæta við hnútum (Whip finish) ef þú ert með fínan þráð heldur en grófan. Að öðrum kosti áttu á hættu að hausinn verði of stór og í engu samræmi við aðra hluta flugunnar. Auðvitað skiljum við síðan aldrei við hausinn án þess að lakka hann vel og vandlega.