

Fallegur búkur er vistaskuld í fullu samræmi við aðra hluta flugunnar og umfram allt áferðarfallegur, sléttur og nær ekki of langt fram eftir önglinum. Hvort heldur við erum að byggja straumflugu eða púpu þá á búkurinn ekki að ná lengra heldur en fram að skegg- eða vængstæðinu á flugunni.
Of langur búkur skilur of lítið svæði eftir til að festa niður væng eða byggja vængstæði púpu. Eins er hættara við að hausinn á flugunni verður of stór groddi sem er í engu samræmi við aðra hluta flugunnar ef við neyðumst til að byggja hann ofan á hluta búksins.