Nú þegar báðir hlutarnir af samantektinni minni um vatnaveiði eru klárir, ákvað ég að taka þá og klippa niður í hluta eftir viðfangsefni og setja undir Grúsk – Vatnaveiði:
- Vatnaveiði – Smá inngangur að samantektinni
- Kort – Ábendingar um notkun á loftmyndum og kortum áður en lagt er af stað í veiðiferð
- Þekktu fiskinn – Stutt lýsing á þeim fiskum sem finnast í Íslenskum veiðivötnum
- Hitastig og veðurfar – Hvaða áhrif þessir þættir hafa á veiðar í vötnum
- Að spá fyrir fiski– Nokkrir þættir sem vert er að hafa í huga áður en veitt er
- Dýpið – Hvar liggur fiskurinn í vatnsbolnum?
- Bakkarnir – Nokkur atriði til að hafa í huga þegar byrjað er að veiða
- Grasið er grænna … – Hvar er hægt að staðsetja sig í vegi flökkufisks
- Lygnumörk – Örstutt um mörk logns og vinda
- Lækir og ár – Örstutt um súrefnisfíkn fisksins
- Köstin – Nei, ekki um bræðis- eða fýluköst, heldur mikilvægi góðra flugukasta
- Að veiða fram í rauðan dauðann – Um gildi þess að breyta til og rækta þolinmæðina
Hver veit nema fleiri pistlar bætist við þegar fram líða stundir, það fer jú allt eftir eftirspurninni.