Það fór nú eins og mig grunaði. Fallegu lýsingarnar af háttarlagi fiskanna í Meðalfellsvatni urðu til þess að við hjóninn skruppum þangað upp eftir í dag og auðvitað slóst nýjasti fluguveiðimaður Íslands með í för. Líkt og í gær var ágætis veður, aðeins kaldara þó. Eitthvað var ég slakari heldur en í gær, missti fleiri fiska sem ég kenni auðvitað slakari tökum um, en heim kom ég þó með 7 stk. Frúin tók þrjá og missti alveg helling, helst þegar þeir voru komnir á loft og stefndu í greipar henni. Sjálf hafði hún á orði að e.t.v. væri sniðugt að taka með sér háf og venja sig á að góma þá þannig. Stóri bróðir tók 7 stk., flesta á flugu sem hann hnýtti sjálfur sem bara jók á kikkið síðan í gær. Sannkallaður ‘killer’ á ferð.
