Brjáluð veiði báða dagana. Vorum tvö saman (eins og venjulega) og tókum 51 stk. sem voru á bilinu 1/2 – 1 1/2 pund. Fengum leyfi hjá Guðmundi á Heggstöðum og vorum mest í víkinni vestan Sandfells. Næstum allir komu á land með spún, helst svartur Toby eða svartur og gylltur spinner. Heyrðum skýringar á skiptingu tegunda í vatninu frá staðkunnugum; urriðinn heldur sig lang mest vestan Sandfells að Álftatanga, en (stór) bleikjan heldur sig mest í dýpinu við Álftatanga og vestur í hraunið fyrir landi Hraunholts. Eitthvað minnsta vatn í vatninu sem við höfum séð, vantaði minnst 2,5 m upp á vatnshæðina.
Á leiðinni heim fórum við norður Heydal og í Haukadalsvatnið. Eftir smá skoðunartúr meðfram vatninu fundum við okkur stað fyrir fellihýsið og tjölduðum í þeirri von að strekkingsvind sem var á staðnum myndi lægja með kvöldinu. En það varð ekki. Þvert á móti, þannig að við pökkuðum saman og fórum heim með smá krókum.
Senda ábendingu