
Þetta er fyrsta flugan sem ég sýð saman sjálfur sem tók fisk fyrir mig. Þó þessari svipi til Sprellans hans Engilbert Jensen, þá er hér ekkert CDC eða Ethafoam á ferðinni, aðeins venjulegt umbúðafrauð sem tyllt er á hringvafna svarta hanafjöður á venjulegum silungaöngli nr.14 Og kvikindið gerir sig, lætur skemmtilega á vatni, meira að segja í smá gáru og hægt að leika sér að því að sökkva henni með því að kippa snöggt í og bíða svo augnablik því þá skýtur henni upp aftur. Veiðiferðina má sjá hér.
Bleikja | Sjóbleikja | Urriði | Sjóbirtingur |
---|---|---|---|
14 |