Mannskaðafluga sem glepur svo stóra fiska að veiðimanni er bráð hætta búinn er haft eftir höfundi hennar, Sigurði Pálssyni. Eitt er víst að þessi fluga er gjöful og hefur verið framanlega í boxum veiðimanna frá því hún hóf ónefnd feril sinn í Laxá í Dölum.

Nafnið fékk hún 2004 eftir að hafa sett í 23 punda sjóbirting í Litluá í Kelduhverfi eins og Kári Schram sendi FOS ábendingu um sbr. „Dýrbíturinn [hóf] eiginlega vegferð sína og sögufrægan ferill sem ein helsta alhliða fluga landsins í Litluá maí 2004 þegar hún veiddi næstæðsta ferskvatns fisk ársins á íslandi sem var og stærsti fluguveiddi Sjóbirtingur í Evrópu og fékk nafn sitt samdægurs frá höfundi.“

Höfundur: Sigurður Pálsson
Öngull: Hefðbundin 6-12
Þráður: Í sama lit og flugan 6/0
Skott: Marabou fjöður og 6-7 strimlar silfur flashabou
Búkur: Rúmur helmingur (aftari) úr silfur chenille tinsel. Rest chenille í sama lit og flugan.
Skegg: Hringvafin hænufjöður í sama lit og flugan

Bleikja Sjóbleikja Urriði Sjóbirtingur
 Bleikur 6,8,10 Svartur 6,8,10

Eiður Kristjánsson setti í þetta líka snotra myndband af því hvernig maður hnýtir Dýrbít á gúmmílöppum:

4 Athugasemdir

  1. Þetta er nú bara silungafluga í mínum huga. Nobbler afbrigðin eru alltaf góð og standa fyrir sínu 🙂

  2. Svona rétt til að leiðrétta textann hér að ofan þá hóf Dýrbíturinn eiginlega vegferð sína og sögufrægan ferill sem ein helsta alhliða fluga landsins í Litluá maí 2004 þegar hún veiddi næstæðsta ferskvatns fisk ársins á íslandi sem var og stærsti fluguveiddi Sjóbirtingur í Evrópu og fékk nafn sitt samdægurs frá höfundi.

  3. Mér líkar þessi best í svörtum klæðum, en ég fíla þessa flugu vel. gef henni fullt hús =)

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.